Fjölmennt á mótmælafundi um samgöngumál

6.Október'11 | 15:16
Í dag klukkan 15:00 var haldinn á Básaskersbryggju fjölmennu mótmælafundur vegna aðgerðarleysis í samgöngumálum Vestmannaeyja. Eins og flestir vita er Landeyjahöfn lokuð vegna lítis dýpis í höfninni og sigir Herjólfur á meðan til Þorlákshafnar.
Meðal þeirra sem skipulögðu fundinn var Sigmundur Einarsson hjá Viking Tours og hélt hann stutta ræðu og sagði hann meðal annars að nú þyrfti aðgerðir en ekki fleiri skýrslur um vandamálið.
 
Um 400 einstaklingar mættu niður á höfn til þess að sýna samstöðu og krefjast aðgerða varðandi Landeyjahöfn. M.a. var kveikt á neyðarblysum til að sýna á táknrænan hátt á þá neyð sem ríkir í samgöngumálum eyjanna á meðan Landeyjahöfn er lokuð.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.