Ætla að styrkja hópinn

Denis Sytnik ekki áfram hjá ÍBV

6.Október'11 | 14:32
Úkraínski framherjinn Denis Sytnik mun ekki leika áfram með ÍBV næsta sumar en þetta staðfesti Magnús Gylfason þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag. Sytnik skoraði sex mörk í Pepsi-deildinni í fyrra en í sumar komst hann ekki á blað í tíu leikjum.
 
Líklegt er að samningslausu mennirnir Ian Jeffs, Matt Garner og Yngvi Borgþórsson muni gera nýjan samning við Eyjamenn. Hins vegar er óvíst með enska framherjann Aaron Spear sem skoraði fimm mörk síðari hluta móts eftir að hafa komið til ÍBV í júlí.
 
,,Hann stóð sig vel í lokin og við höfum áhuga á að skoða það að halda honum. Eins og staðan er núna er mjög líklegt að hann spili annars staðar í vetur en það kemur til greina að hann komi aftur næsta sumar," sagði Magnús Gylfason þjálfari Eyjamanna við Fótbolta.net í dag.
 
Eyjamenn hafa fengið leikmenn frá Crewe með góðum árangri undanfarin ár og möguleiki er á að svo verði einnig næsta sumar. Meðal annars er möguleiki á að bakvörðurinn Kelvin Mellor komi aftur til Eyja en hann stóð sig vel með liðinu í sumar áður en hann fór aftur til Englands í ágúst.
 
Magnús segir að Eyjamenn séu einnig að leita að liðsstyrk fyrir næsta tímabil. ,,Við erum að skoða og reyna að leita að mönnum í réttar stöður. Við munum reyna við samningslausa leikmenn þegar það má tala við þá. Við munum reyna við þá og við munum reyna að fá íslenska leikmenn," sagði Magnús.
 
,,Okkur vantar sérstaklega hafsent og senter og síðan erum við líka að skoða unga stráka sem við teljum að séu að verða tilbúnir í úrvalsdeild til að breikka hópinn. Þeir geta leynst í neðri deildum eða hvar sem er."

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.