Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni fer fram í Vestmannaeyjum um helgina

4.Október'11 | 11:29

Íþróttafélagið Ægir

Umsjónaraðili er íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum. Sú hefð hefur skapast að halda þessi Íslandsmót í bæjarfélögum úti á landi þar sem sem aðildarfélög ÍF starfa. Markmið er að kynna starfsemi aðildarfélaga ÍF sem hafa mjög mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna.
Á þessi mót koma árlega um tvö til þrjú hundruð keppendur auk aðstoðarfólks. Gott aðgengi á gisti og veitingastöðum er lykilatriði fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir en staða þeirra mála er mjög mismunandi eftir bæjarfélögum. Oft hafa þessi mót orðið til þess að skapa umræðu um stöðu aðgengismála og stuðlað að úrbótum á því sviði sé þess þörf.
 
 
Keppt verður í 7 deildum en keppni í boccia er deildaskipt og tekur ekki mið af fötlunarflokkum.
 
Allir keppa saman í deildum nema mikið hreyfihamlaðir einstaklingar sem hafa skerta kastgetu eða þurfa að nota sérhannaða boociarennu. Þeir keppa í flokki BC 1 – 4 og í rennuflokki. Í U flokki keppa eldri borgarar og þeir sem ekki ná lágmarksfötlun skv. skilgreiningu IPC, alþjóðaíþróttahreyfingar fatlaðra.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.