15% hækkun Herjólfs frá og með 1.nóvember

Bæjarráð ályktar

4.Október'11 | 14:52
Bæjarráð leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15% hækkun á gjaldskrá Herjólfs og hvetur Vegagerðina til að leggja höfuð áherslu á að sinna skyldu sinni hvað varðar að tryggja viðunandi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
 

Bæjarráð minnir á að skv. upplýsingum frá Vegagerð Íslands er heildarkostnaður við Héðinsfjarðagöng 14,2 milljarðar. Það kostar hinsvegar notendur ekkert að fara þar um. Heildar kostnaður við Bolungarvíkurgöng verða sennilega um 6,5 milljarðar. Það kostar heldur ekkert að fara þar um. Kostnaðurinn við Hvalfjarðargöng var 4,6 milljarðar árið 1996 (uppreikaðnur kostnaður eru tugir milljarða). Það kostar fjögurramanna fjölskyldu 1000 kr. að fara þar um. Kostnaður við Landeyjahöfn er innan við 4 milljarðar. Kostnaður fjögramannafjölskyldu (tveir fullorðnir, einn unglingur og eitt barn) við að fara með sinn einkabíl þessa tæpu 13 kílómetra er hinsvegar 4100 kr. þegar fullt gjald er greitt. Ekki þarf að minna á að engin önnur leið er fyrir bíla milli lands og Eyja.
 
 
Bæjarráð vill einnig nota þetta tækifæri til að minna Vegagerðina á að þjóðvegurinn milli lands og Eyja er um þessar mundir rofin og staðan því svipuð því þegar brúin yfir Múlakvísl fór í sundur í sumar. Eftirtekt og snaggaraleg vinnubrgöð Vegagerðarinnar í tengslum við þá stöðu eru landsmönnum öllum í fersku minni enda vakti það aðdáun hversu hratt og örugglega var komið í veg fyrir að ferðalangar þurftu að keyra lengri og erfiðari leið um Fjallabak. Ráðherra ákvað þá tafarlaust að allt sem í mannleguvaldi stóð yrði gert til að koma eðlilegum samgöngunum á sem fyrst. Á meðan var boðið upp á ferðir fyrir farþega yfir Múlakvísl með rútum og bifreiðar fluttar með sérútbúnum tækjum notendum að kostnaðarlausu. Bæjarráð Vestmannaeyja á bágt með skilja hvers vegna slíku er ekki fyrir að fara nú þegar þjóðvegurinn til Vestmannaeyja rofin.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.