Dagbók lögreglunnar

Húsleit í síðustu viku vegna fíkniefnamáls

Helstu verkefni frá 19. til 26. september 2011

26.September'11 | 13:46

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Frekar rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins þó að eitthvað hafi verið um ágreining aðila endaði það með sáttum.
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni semleið en síðdegis sl. laugardag var maður á fimmtugsaldri handtekinn vegna gruns um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundust um fjögur grömm af maríhúana. Maðurinn viðurkenndi að vera eigandi efnanna og telst málið upplýst.
 
Í framhaldi af þessu máli var farið til húsleitar í íbúðarhúsi hér í bæ, þar sem grunur lék á að þar færi fram sala fíkniefna. Við leit lögreglu fundust um 30 til 40 gr. af maríhúana auk áhalda til neyslu fíkniefna, þá fundust peningar sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnaviðskipta. Viðurkenndi húsráðandinn, sem er maður á þrítugsaldri, að vera eigandi efnanna auk þess að hafa ætlað að selja hluta þeirra. Málið telst að mestu upplýst.
 
Í vikunni var lögreglu tilkynnt um þjófnað á reiðhjóli sem stolið var frá Íþróttamiðstöðinni og átti þjófnaðurinn sér stað þann 19. september sl.
 
Þá var tilkynnt um skemmdir á tveimur bifreiðum við Barnaskóla Vestmannaeyja en talið er að einhver hafi gert sér það að leik að rispa bifreiarnar með oddhvössu áhaldi. Talið er að skemmdirnar hafi átt sér stað þann 21. september sl. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsamlegast beðir um að snúa sér til lögreglu.
 
Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var stöðvaður um helgina vegna gruns um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn. Þá voru ökumenn 13 bifreiða sektaðir vegna ólöglegrar lagningar við Höllina.
 
Eitt umferðarslys var tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða slys á Boðaslóð þar sem drengur á níunda ári varð fyrir bifreið. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fóki. Í einu tilvikanna hafði bifreið lent utan vega á Eldfellsvegi en svo virðist sem einn hjólbarði bifreiðarinnar hafi sprungið þannig að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni.
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.