Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum

26.September'11 | 07:52

pysja lundapysja

Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu.
Viðkomubrestur hefur verið viðvarandi hjá lundanum síðan árið 2005 og því vantar stóran hluta í fimm árganga. Því er viðbúið að varpstofninn minnki hratt næstu sex ár, nema stórfelldur innflutningur fugla eigi sér stað. Lundaveiði í Vestmannaeyjum var engin í ár. Samkvæmt lögum er veiðitímabilið 45 dagar á ári en landeigendur í Eyjum hafa undanfarin ár takmarkað veiðarnar umtalsvert.
 
"Þetta er sjöunda árið í röð sem varpið skilar svona fáum pysjum," segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands.
 
"Krakkarnir eru mjög duglegir við að leita uppi pysjurnar og láta vigta," bendir Erpur Snær á en varpið hefur aldrei verið svona seint á ferðinni. Krakkarnir eru nú byrjaðir í skólanum og fá ekki að vera eins lengi úti. "Pysjurnar eru mánuði seinna á ferðinni. Það koma því hugsanlega færri pysjur í vigtun vegna þessa."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.