Hljóð í leikhúsið í kvöld í Höllinni

Barnaskemmtun í Týsheimilinu

24.September'11 | 10:12
Í kvöld klukkan 21:00 hefjast í Höllinni stórtónleikarnir „Hljóð í Leikhús­ið“ og eru tónleikarnir styrktartónleikar fyrir nýju hljóðkerfi í leikhúsið. Flutt verða allar helstu söngperlur síðustu ára úr leikverkum Leikfélags Vestmannaeyja og koma fjölmargir flytendur fram í kvöld
 
Leikfélag Vestmannaeyja varð 100 ára á þessu ári og því kominn tími til að félagið eignis alvöru hljóðkerfi í leikhúsið sitt. Kynnar í kvöld verða þau Elva Ósk og Sigurpáll Scheving en þau léku saman síðast á sviði Leikfélags Vestmannaeyja í Hans og Gretu árið 1977.

Tónleikarnir hefjast síðan stundvíslega klukkan 21:00 en húsið opnað 45 mínútum fyrr.
 
Í dag stendur Leikfélagið einnig fyrir barna­skemmtun  í Týsheimilinu þar sem mikið verður um að vera milli klukkan 13:30 og 15:00. Þar er aðgönguverði stillt í algert lágmark eða 500 krónur á barn og 50% systkinaaf­sláttur og allt frítt sem þar er boðið upp á eins og safi og popp, andlits­málun, leikir og tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt.
 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.