Svar við Nafnlausu bréfi

Páll Scheving Ingvarsson skrifar

23.September'11 | 11:23
Sá fáheyrði viðburður átti sér stað á fundi bæjarstjórnar síðastlinn miðvikudag að lagt var fram nafnlaust bréf. Útilokað er að svara nafnlausu bréfi nema opinberlega. Bréfið er ágætt innlegg í umræðu dagsins og mér finnst það eiga fullt erindi til bæjarbúa. Það hljómar eftirfarandi.
Kæra bæjarstjórn
Hvað er í gangi? Ætilð þið bara að mata ÍBV endalaust? Hafið þið farið t.d. niður í Tónlistarskóla nýlega og skoðað ástandið? Vill leyfa mér að hugsa.......nei. Ég skal nefna nokkur dæmi, salurinn þar sem hægt á að bjóða fleirri en 70 manns á tónleika er ekki þess hæfur. Hljóðfæri alveg til skammar, bróðir minn er að æfa á cornet og er með hann í láni frá tónlistarskólanum og hann er að detta í sundur. Lúðrasveitin er að berjast við að fá styrk en hvað við fáum 250.000 en hvað fær ÍBV? Nokkrar milljónir. Svo er ÍBV bara alveg að deyja af því þeir fá ekki þessa stúku og húsið niðri í dal bíddu voru allir samþykkir þessu.....NEI, en hvað þetta er allt í lagi, því þetta er ÍBV. Hvernig væri nú að fara að gera e-h fyrir tónlistarmenn.

Leikfélag Vm þarf að halda styrktartónleika til þess að kaupa hljóðbúnað. Þetta nær náttúrulega engum áttum farið nú að hugsa í hausinn á ykkur og gerið e-h í þessum málum. Verst ég er að eyða tíma mínum og pappír í eitthvað sem þið ættuð löngu að löngu búin að gera e-h í.

Kv. Nafnlaus STÚLKA
 
Kæri bréfritari. Ég undirritaður er bæjarfulltrúi og einnig varaformaður fræðslu og menningarráðs. Fyrst af öllu virði ég þann baráttuanda birtist í bréfinu, áhugi fyrir eflingu tónlistarstarfs leynir sér ekki. Það er sjálfsagt að bæjaryfirvöld fari vel yfir það hvort aðbúnaður tónlistarskólans í Vestmannaeyjum sé lakari en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum, einnig hvort styrkur samfélagsins til Lúðrasveitarinnar sé lakari en til annara íþrótta eða tómstundaþátta, þá með tilliti til stærðar og starfssemi, og ráði á því bót ef rétt reynist.
 
Mér finnst gott hjá Leikfélagi Vestmannaeyja að afla fjár til tækjakaupa með styrktartónleikum. Það er hvoru tveggja, áskorun á félagið og til verður skemmtilegur viðburður fyrir bæjarbúa. Ég ætla að mæta og styðja lofsvert framtak. Það er alþekkt að félagsstarf í Vestmannaeyjum er fjármagnað með gríðarlegri vinnu félaga. Allt frá sölu á klósettpappír til framkvæmda á stórviðburðum. Það barma sér fáir yfir því.
 
Ágæti bréfritari. Þú spyrð hvernig væri nú að fara að gera eitthvað fyrir tónlistarmenn. Þá langar mig að taka aðeins upp hanskann fyrir bæjaryfirvöld og benda á það að Vestmannaeyjabær leggur til tónlistarskólans um 60 milljónir á ári hverju, lætur því nærri að um 300 þúsund krónur séu greiddar með hverjum nemanda tónlistarskólans, úr sameiginlegum sjóði samfélagsins. Þetta er ekki lögboðin þjónusta. Ég sé ekki eftir einni einustu krónu sem til þessa frábæra starfs rennur, arfleifð tónlistarlífs í Vestmannaeyjum er ómetanleg. Hins vegar finnst mér ágætt að nota þetta tækifæri til þess að gera grein fyrir framlagi bæjarins til þessa málaflokks. Þetta er ein mjög góð stúka á hverju ári eða eitt stykki knattspyrnuhús á 7 ára fresti.

Páll Scheving Ingvarsson
Undirritaður er oddviti Vestmannaeyjalistans
 
PS. Vestmannaeyingar hafa í dag alla burði til þess veita samfélagsþjónustu sem við getum öll verið stolt af.
 
 
 

 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.