Vestmannaeyjabær mun leggja fram 10-12 milljónir í nýja stúku

22.September'11 | 14:43
Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær að jafna framlag Knattspyrnusambands Íslands til byggingu nýrrar stúku við Hásteinsvöll, um 10-12 milljónir króna. Kom þetta fram á Eyjafréttum í dag.
 
ÍBV hefur verið á undanþágu frá leyfiskerfi KSÍ hvað varðar aðstöðu áhorfenda á heimavelli sínum en fresturinn sem gefinn var til að koma þeim málum í lag rennur út fyrir næsta tímabil.
 
Framkvæmdarstjóri ÍBV lýsti þeirri skoðun sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að hann teldi það ekki mikið mál fyrir bæjarfélagið að koma til móts við félagið um byggingu stúkunnar. „Einn þriðji af kostnaði við byggingu stúkunnar er 27-28 milljónir sem mér finnst ekki svakalega mikið fyrir bæjarfélag sem á í sjóðum síðum tæpar fjögur þúsund milljónir,“ sagði hann.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri ÍBV, svaraði því í viðtali á Vísi degi síðar. „Það hljóta allir að sjá að hvorki Tryggvi Már né KSÍ skrifa tékka út úr bæjarsjóði," sagði hann meðal annars en viðtölin má lesa og sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
 
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu í gær um að leggja fram jafn mikið til stúkunnar og KSÍ gerir, um 10-12 milljónir króna. Var hún samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.