Ný siglingamerki við Landeyjahöfn

19.September'11 | 15:44
Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi um Landeyjahöfn í morgun í þriggja metra ölduhæð. Það er innan viðmiðunarmarka á siglingaleiðinni en nokkuð meira en miðað hefur verið við að undanförnu vegna siglinga Herjólfs um höfnina. Skipstjóri Baldurs mælir með nýjum siglingamerkjum við nýju höfnina.
 
Herjólfur er í slipp í Danmörku. Á meðan sinnir Breiðafjarðarferjan Baldur áætlunarsiglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Öllum ferðum var aflýst í gær vegna veðurs. Í dag er veðrið gengið niður, en sjórinn ekki. Ölduhæð var með því mesta í morgun þegar fyrsta ferðin var farin. Ölduhæðin við Landeyjahöfn var þá þrír metrar en undanfarið hefur verið miðað við að Herjólfur geti siglt þegar ölduhæð er í mesta lagi um tveir og hálfur metri.
 
Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, segist hafa nýtt reynslu skipstjóra Herjólfs til að koma í veg fyrir að skip snúist í mynni Landeyjahafnar vegna sterkra strauma úr austri. „Eins og ég skil það þegar þeir eru að fá þennan snúning inn í hafnarmynninu þá eru þeir að koma úr austri og frekar með straumnum. Ég hef reynt að sigla vestur fyrir höfnina og á hlið við ölduna á móti straumnum, þangað til ég kem í hafnarmynnið, þá beygi ég inn í höfnina."
 
Unnar segir mælingar sýna að dýpi sé nægjanlegt til að sigla þessa leið inn í höfnina. Hann bendir á að nýjum siglingamerkjum mætti bæta við á austari hafnargarðinn sem skipstjórar fylgi þar til þeir beygi inn í höfnina og fylgi þeim merkjum sem þar eru nú fyrir. Unnar telur að skipstjórar Herjólfs geti nýtt þessa aðferð þegar skipið kemur úr slipp og hefur siglingar um Landeyjahöfn á ný í næsta mánuði.
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.