Ég var ekki til sóma

segir Tryggvi Guðmundsson

16.September'11 | 11:26
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um „tilfinningarík" fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi.
Tryggvi var heldur óvænt á bekknum í gær eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þór um síðustu helgi, rétt eins og Finnur Ólafsson. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að tefla fram sama byrjunarliði í leiknum í gær og voru því þeir Tryggvi og Finnur á bekknum.
 
Svo fór að ÍBV tapaði leiknum, 3-2, en Tryggvi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þrálátur orðrómur hefur verið að það hafi tengst agabanni.
 
„Ég get sagt að ég var ekki til sóma. Þetta var því skiljanleg ákvörðun hjá Heimi og mér finnst dapurlegt hvað hann fær mikinn skít út af henni," sagði Tryggvi. „Heimir er alltaf að hugsa um liðið fyrst og fremst."
 
„En ég var ekki til sóma og vil ég ekki fara nánar út í það."
 
Samkomulag á milli mín og Heimis
 
Hann segist þó hafa verið tilbúinn að spila leikinn en að endanum hafi þetta verið samkomulag milli síns og Heimis að hann byrjaði á bekknum.
 
„Ég og Heimir vorum sammála um það og þetta var líka í ljósi þess að liðið stóð sig vel í síðasta leik. Við vorum líka að hugsa um leikinn gegn KR á sunnudaginn. Ég er 37 ára og gervigrasið er hart og vill oft fara illa í líkamann. Þetta var því sambland af mörgum hlutum."
 
„Af einhverjum ástæðum vill svona dramatík fylgja mér. Finnur Ólafsson var líka á bekknum og hefur verið minna minnst á hann. Það finnst mér ósanngjarnt því að Finnur er jafn góður leikmaður og ég - ef ekki betri."
 
Tilfinningarík stund
 
Þegar að Tryggvi skoraði markið sitt og jafnaði þar með markametið fræga fagnaði hann markinu vel og innilega, en á óvenjulegan máta.
 
„Þetta var tilfinningaríkt. Ég kom inn á og mig langaði til að breyta gangi leiksins en Kiddi Jak (Kristinn Jakobsson, dómari) kom í veg fyrir það. Svo skoraði ég og þá bankaði ég bara á kassann minn og á ÍBV-merkið og beindi því til TG9-klúbbsins upp í stúku."
 
En Tryggvi benti einnig upp í stúku og viðurkennir að hann hafi verið að bregðast við glósum frá stuðningsmönnum Stjörnunnar.
 
„Þegar ég var að hita upp í fyrri hálfleik sagði einhver að ég myndi aldrei skora ef ég kæmi inn á. Svo eftir markið byrjuðu einhver læti hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar og benti ég bara á þá."
 
„Meira var það ekki. Ég veit ekki af hverju ég benti á þá - þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði hann í léttum dúr. „Ég átta mig ekki á því af hverju menn fá skítkast fyrir að skora mörk en ég á að vera vanur því - ég fæ skítkast í hverjum einasta leik."
 
„En ég tek það fram að þetta kom örugglega frá einhverjum litlum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar. Þeir eru sjálfsagt flestir öðlingar."
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.