Aðsend grein

Athyglisvert

Tryggvi Már Sæmundsson skrifar

16.September'11 | 10:28
Í tilefni að skrifum Gísla Valtýssonar gjaldkera Í.B.V héraðssambands um að félagið skuli byggja áhorfendastúku skal hér bent á texta úr ársskýrslu Í.B.V héraðssambands 2010.
„Miklar umræður hafa verið um byggingu stúku við Hásteinsvöll og er ljóst að við fáum ekki keppnisleyfi á honum árið 2012 nema unnið hafi verið að úrbætum í því efni. Það er alveg sama hvaða skoðanir við höfum á þessu regluverki K.S.Í. hjá þessu verður ekki komist ef við viljum að heimaleikrnir fari fram á Hásteinsvelli. Það hafa verið uppi umræður um að Í.B.V. – íþróttafélag komi að fjármögnun á þessu verki. Væri þar verið að fara inn á alveg nýja braut varðandi íþróttamannvirki í Vestmannaeyjum, teljum við að byggingar og rekstur þessara mannvirkja eigi alfarið að vera í höndum bæjarfélagsins en að sjálfsögðu á að vera hægt að semja um aðkomu félagana að annast reksturinn. Er það von okkar og trú að bæjarfélagið bregðist við og komi þessu í framkvæmd.“
 
Því er óskað eftir svörum frá Gísla hvar hann standi í málinu. Hvort vill hann að bærinn byggi áhorfendastúku eða ÍBV íþróttafélag?
 
Tryggvi Már Sæmundsson
Framkvæmdastjóri ÍBV
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.