Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll

15.September'11 | 13:10
ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil til að standast kröfur leyfiskerfis KSÍ. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum.
Teikningarnar má sjá með því að smella á myndirnar hér til hliðar.
 
Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ þurfa félögin í Pepsi-deild karla að hafa stúku með þaki sem tekur minnst þrjú til fjögur hundruð manns í sæti. ÍBV hefur verið á undanþágu frá leyfiskerfinu en nú er lokafresturinn að renna út.
 
„Við erum að horfa fram á að næsti leikur okkar hér í Vestmannaeyjum, gegn KR á sunnudaginn, verði næstsíðasti heimaleikur okkar hér í bænum ef ekkert breytist,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdarstjóri ÍBV, en hér fyrir ofan má sjá viðtal við hann.
 
„Einn þriðji af kostnaði við byggingu stúkunnar er 27-28 milljónir sem mér finnst ekki svakalega mikið fyrir bæjarfélag sem á í sjóðum síðum tæpar fjögur þúsund milljónir.“

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is