Höfuðborgarsvæðið helsta vígi ÍBV

Stjarnan - ÍBV í kvöld

15.September'11 | 09:49
Það verður mikið um að vera í Pepsi-deild karla í kvöld þegar 19. umferðin fer öll fram. Spennan jókst bæði á toppi og botni um síðustu helgi, þar sem Eyjamenn tóku meðal annars toppsætið af KR-ingum með góðri hjálp frá FH. Augu margra verða á leik Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum, enda verður spennandi að sjá hvernig Eyjaliðið ræður við pressuna sem fylgir því að sitja í toppsætinu.
Einstaklega vel hefur reyndar gengið hjá Eyjamönnum í heimsóknum sínum til höfuðborgarinnar í sumar, en ÍBV-liðið er búið að vinna níu leiki og gera eitt jafntefli í tíu leikjum sínum á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
 
ÍBV vann nú síðast 3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum, sem var sjötti deildarleikur liðsins á höfuðborgarsvæðinu, en auk þess spilaði ÍBV þrjá bikarleiki í Reykjavík. ÍBV þurfti einnig að spila heimaleik sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar á Vodafone-vellinum, þar sem Hásteinsvöllur er ekki löglegur fyrir Evrópuleiki.
 
Eyjamönnum hefur ekki gengið jafn vel í öðrum útileikjum, enda búnir að tapa fjórum útileikjum í röð sem hafa ekki farið fram á höfuðborgarsvæðinu. ÍBV hefur alls unnið 7 af 14 leikjum sínum utan höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu, þar af 6 af 9 leikjum sínum á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum.
 
KR-ingar taka í kvöld á móti Grindavík á KR-vellinum í fyrsta leik sínum efir að hafa tapað í fyrsta sinn á tímabilinu á móti FH í Kaplakrika. FH-ingar hafa ekki tapað á heimavelli sínum í sumar og fá Fram í heimsókn í kvöld.
 
Keflavík og Breiðablik mætast suður með sjó þar sem þau geta endanlega losað sig við falldrauginn með sigri en Víkingar gætu fallið úr deildinni í kvöld verði úrslitin þeim óhagstæð. Víkingar taka á móti Valsmönnum og fylgjast örugglega með fréttum frá Akureyri, þar sem Þór fær Fylki í heimsókn.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.