Er ástæða til að óttast?

Ragnar Óskarsson skrifar

14.September'11 | 12:55

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Í síðustu viku skrifaði ég stutta grein. Í henni gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni og fjölmargra annarra að íslenska þjóðin þyldi ekki mistök í nýrri lagasetningu um fiskveiðistjórnun. Ég benti þar m.a. á að í nýrri löggjöf þyrfti m.a. nauðsynlega að gæta að þrennu:
 
1. Tryggja þarf varanlegt eignarhald og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins.
2. Tryggja þarf að svokallaðir eigendur sjávarauðlindanna geti ekki tekið milljarða út úr sjávarútveginum og ráðstafað þeim í ýmiss konar gæluverkefni og skilið sjávarútveginn eftir með stórskuldir eins og nú er raunin.
3. Tryggja þarf nýliðun í greininni, að nýir og áhugasamir einstaklingar komist þar að og að komið verði í veg fyrir fáránlegt, ósanngjarnt og ómanneskjulegt leiguliðakerfi.
 
Hér ætla ég að bæta einu atriði við sem vissulega getur skipt sköpum fyrir byggðarlag eins og Vestmanaeyjar. Koma þarf í veg fyrir að einstakir menn eða fyrirtæki geti eins og hendi sé veifað tekið kvótann „sinn“ úr bæjarfélaginu eins og t.d. Vestmannaeyjum og skilið bæjarbúa og samfélag þeirra eftir bjargarlaust.
 
Þeir sem nú tala hæst um samlíkingu við Tyrkjaránið og eldgosið 1973 ættu t.d. að spyrja sig þeirrar spurningar hvað gerðist ef Guðmundur Kristjánsson og félög sem hann hefur á sinni hendi með yfir 30% eignarhald í Vinnslustöðinni vinnur dómsmál sitt gegn Vinnslustöðinni. Hann gæti þá jafnvel á einni nóttu kvatt fyrirtækið og tekur með sér drjúgan hluta kvóta þess. Og hvað gerist ef einhver stóreigandi í Ísfélaginu ákveður að flytjast í burtu frá Eyjum með kvótann „sinn“. Hver yrði þá staða Vestmannaeyja?
 
Ég held að þessar spurningar og fleiri á svipuðum nótum ættu að vekja með okkur meiri ugg en sanngjarnar hugmyndir um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir heildina í stað eiginhagsmuna fárra einstaklinga sem fram til þessa hafa fengið að leika sér með sjávarauðlindirnar að vild sinni. Fróðlegt væri að reiknimeistarar Vestmannaeyjabæjar reiknuðu út þessa hlið á Vinnslustöðvar- og Ísfélagsdæminu. Hve mörg störf legðust niður og hve mikið fækkaði fólki í Eyjum. Síðan mætti bera niðurstöðurnar saman við Tyrkjarán og eldgos.
Ragnar Óskarsson
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.