100% þáttakenda könnunar fotbolti.net um næsta landsliðsþjálfara velja Heimir Hallgrímsson

14.September'11 | 12:03
Eftir síðasta leik ÍBV var það gert ljóst að Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV síðustu sex ára ætlaði að hætta með liðið og fóru þá sögu sagnir af stað um hans næsta verkefni.
Þeir sem fylgjast með fótboltanum vita að staða landsliðsþjálfara Íslands verður laus þegar að landsliðið hefur lokið leik í undankeppni EM í næsta mánuði. Spekingarnir hafa minnst á nafn Heimis Hallgrímssonar í þessu samhengi og er hann vel að því kominn að vera til umræðu um starfið.
 
Fótbolti.net er með könnun í dag á vef sínum um það hvern af eftirfarandi þú vildir sjá sem næsta landsliðsþjálfara. Heimir er á listanum ásamt Guðjóni Þórðarsyni, Steve Coppell, Roy Keane og Rúnari Kristinssyni. Þegar að ritstjóri eyjar.net tók þátt í könnuninni þá voru 100% þeirra sem höfðu tekið þátt valið Heimi Hallgrímsson sem besta kost í landsliðsþjálfara stöðuna, rétt er þó að taka það fram að einungis tveir voru þá búnir að kjósa.
 
 
 
Til að kjósa í könnun fotbolti.net þá er könnunin staðsett hægra megin á síðunni undir neðri auglýsingunni.
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.