Dagbók lögreglunnar

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið

Helstu verkefni frá 5. til 12. september 2011

12.September'11 | 15:18

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk til að komast leiðar sinnar sökum ölvunarástand þess. Þá var eitthvað um það að kvartað var yfir hávaða frá samkvæmum í heimahúsum.
 
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni sem leið en að kvöldi 8. september sl. voru tveir aðilar um tvítugt, sem voru að koma til Eyja með Baldri stöðvaðir af lögreglu eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna gaf til kynna að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Annar þessara aðila reyndist vera með um 17 gr. af maríhúana en hinn með um 10 gr. af amfetamíni. Viðurkenndu þeir að vera eigendur efnanna og telst málið upplýst. Annar þessara aðila hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamisferlis.
 
Einn ökumaður fékk sekt fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.