Heimir hætta og Magnús Gylfason tekur aftur við ÍBV

11.September'11 | 21:41

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson hættir þjálfun ÍBV í lok þessa tímabils og Magnús Gylfason hættir með Hauka og tekur við starfi hans. Magnús mun hefja störf strax hjá ÍBV og verða Heimi til aðstoðar út þetta tímabil.
Magnús stýrði liði ÍBV síðast árið 2004 og var þá hársbreidd frá því að gera liðið að Íslandsmeisturum en liðið átti möguleika á titlinum allt þar til lokaumferðinnni lauk það árið. Hann tók svo við KR og síðar Víkingi áður en hann tók sér hlé frá þjálfun. Hann tók svo við liði Hauka í vor eftir að Andri Marteinsson tók við til að taka við Víkingum.
 
Tilkynning ÍBV:
ÍBV mun fá góðan liðsstyrk undir lok Íslandsmótsins, því Magnús Gylfason mun bætast við í þjálfarateymi ÍBV í síðustu leikjum mótsins.
 
Magnús er Eyjamönnum vel kunnugur því hann þjálfaði liðið á árunum 2003 og 2004, seinna árið náði ÍBV einmitt mjög góðum árangri og endaði í 2.Sæti deildarinnar.
 
Magnús mun síðan taka við þjálfun ÍBV liðsins að tímabili loknu af Heimi Hallgrímssyni.
 
Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað ÍBV frá 2004, og er því að ljúka sínu 6 tímabili, sem þjálfari liðsins,. Hann hefur náð frábærum árangri með liðið og unnið gríðarlega ósérhlífið starf fyrir félagið.
 
Heimir óskaði sjálfur eftir því að fá að stíga til hliðar að tímabili loknu og gefa nýjum þjálfara tækifæri til að setja sig strax inn í hlutina, svo að hægt sé að byrja strax að undirbúa næsta tímabil þegar þessu lýkur.
 
Heimir Hallgrímsson mun stýra liðinu út tímabilið, enda hefur hann náð frábærum árangri með liðið í sumar líkt og undanfarin ár.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.