234 hlauparar luku keppni í Vestmannaeyjahlaupinu í gær

Myndagallerý fylgir fréttinni

11.September'11 | 08:13
Aðstæður í eyjum þegar ræst var í fyrsta Vestmannaeyjahlaupið voru eins og þær gerast bestar og nutu hlauparar þess að hlaupa um eyjuna í blíðskaparveðri.
Ræst var klukkan 12:00 frá Íþróttamiðstöðinni í 5km, 10km og 21km hlaupin. 234 hlauparar luku keppni og var það Kári Steinn Karlsson sigraði með yfirburðum í hálfmaraþoninu en hann hljóp á tímanum ein klukkustund og 12 mínútur. Berglind Þóra Steinarsdóttir kom fyrst kvenna í mark en hún hljóp á tímanum ein klukkustund og 44 mínútur. Sigmar Þröstur Óskarsson var fyrsti eyjamaðurinn að skila sér í mark í 21km hlaupinu og hljóp hann ein klukkustund og 33 mínútur.
 
Eyjakonan Gyða Arnórsdóttir sigraði í 10km hlaupinu og hlauparinn Jóhann Guðmundsson kom í mark á ein klukkustund og 3 mínútur sem er frábær árangur.

Magnús Bragason setti inn eftirfarandi kveðju innn á facebook síðu hlaupsins í gærkvöldi
:Mig langar að þakka öllum sem gerðu þetta hlaup eins skemmtilegt og það var. Mig langar að nafngreina marga, en ég þori því ekki, því að það voru svo margir að ég gæti gleymt einhverjum. Þó vil ég þakka sérstaklega þeim sem voru í undirbúningsnefndinni; Sigmar Þröstur Óskarsson Sæbjörg Snædal Logadóttir Ása Ingibergsdottir Arnar Richardsson Gyða Arnórsdóttir Minna Ágústsdóttir Adda Jóhanna Sigurðardóttir Magnús Elíasson og Anna Lilja Sigurðardóttir. Það var frábært að vinna með þessu fólki og gefandi.
Allir sem komu og unnu störfin í dag! Kristján Ágústsson hjálpaði okkur mjög mikið! Magnús Steindórsson og Asics fyrir að gefa vinningana. Volcano fyrir að styrkja okkur. Ingi Sigurðsson og Íslandsbanki fá sérstakar þakkir.Powerade studdi hlaupið.
Og nú er ég kominn í vanda, get haldið lengi áfram..
..Takk!!!!
 
Tói Vídó tók fjöldan allan af ljósmyndum af hlaupinu í gær og má skoða þær hér
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.