Lof vikunnar fá aðstandendur Vestmannaeyjahlaupsins

8.September'11 | 09:28

Hlaup

Á laugardaginn fer fram í fyrsta skiptið Vestmannaeyjahlaupið og eru í dag yfir 150 einstaklingar skráðir til leiks og í gær var tilkynnt að íslandsmethafinn Kári Steinn ætlar að mæta og hlaupa 21km.
Kári Steinn er albesti langhlaupi Íslands um þessar mundir og sigraði hann 21km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu á 1:05:35. Hann er að undirbúa sig undir Berlínarmaraþonið og er Vestmannaeyjahlaupið hans síðasta hlaup fyrir Berlínarmaraþonið.
 
Magnús Bragason og hans fólk eiga hrós skilið fyrir þeirra framtak. Þátttakan sýnir það og sannar að mikill áhugi er á hlaupum í eyjum en einnig eru fjölmargir gestir að koma ofan af landi.
 
Magnús Bragason og aðstandendur Vestmannaeyjahlaupsins fá lof vikunnar á eyjar.net að þessu sinni.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).