Elliði Vignisson opnar vefsíðuna www.ellidi.is

7.September'11 | 08:04
Í gær opnaði Elliði Vignisson bæjarstjóri vefsíðuna www.ellidi.is. Eins og segir á síðunni sjálfri er vefsíðan áhugamál eigandans og er síðunni eingöngu ætlað það hlutverk að vera vettvangur hugrenninga eigandans og að miðla upplýsingum til Eyjamanna um ýmis málefni sveitarfélagsins.
Elliði birti í gær sinn fyrsta pistill og birtum við hann hér að neðan:


Norðmenn í heimsókn - Eldgosið í Eyjum
 
Í dag tók ég á móti hópi Norðmanna sem hingað voru komnir til að kynna sér almannavarnir og hvernig við stóðum að málum í og eftir gosið 1973. Heimsóknin var öll hin skemmtilegasta og náttúra Vestmannaeyja ein og sér hefði, að þeirra mati, réttlætt þeim ferðina hingað. Að afloknum hefðbundnum ferðamanna hring um Eyjuna héldum við málþing um gosið og almannavarnir. Páll Zóphaníasson fyrrverandi bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur og Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og formaður almannavarnarnefndar fóru á kostum við sínar útskýringar. Sjálfur reyndi ég, varaformaðurinn, af veikum mætti að halda í við þá félaga í minni framsögn.
 
Þess meira sem ég svo skoða þessi mál tengd gosinu þess magnaðra þykir mér það. Bara að hugsa til magnsins sem upp úr jörðinni kom er nægilegt til að skjóta manni skelk í bringu. 250 milljón kúbikmetrar af hrauni og ösku komu upp. Eldfellið náði 225 metra hæð. 360 hús fóru undir hraun, brunnu eða hrundu og um 400 í viðbót skemmdust alvarlega. Um 1,5 milljón tonn af ösku féllu á bæinn og bara af þaki sjúkrahússins þurfti að hreinsa rúmlega þúsund tonn af ösku.
 
Það þurfti kjark til að standast það álag sem á samfélagið var þá lagt. Ég þori að fullyrða að sú flóðbylgja af kjark og þori sem þáverandi íbúar komu af stað fleytti samfélaginu yfir þennan 250 milljón kúbikmetra hjall. Ég þori líka að fullyrða við, núverandi íbúar, erum enn í dag að njóta góðs af þessari flóðbylgju. Hvergi er samstaðan meiri. Hvergi er viljinn til að vinna samfélaginu gagn meiri. Hvergi er þjóðernisstoltið meira.
 
Ef til vill hefur þessi einstaki og stórfenglegi atburður –eldgos í byggð- haft meiri áhrif á sjálfsmynd samfélagsins en við höfum áður haldið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.