Við erum einfaldlega logandi hrædd

segir Elliði Vignisson í samtali við Morgunblaðið

31.Ágúst'11 | 09:19
„Við höfum verið sökuð um hræðsluáróður og það er ef til vill rétt en staðreyndin er sú að við erum einfaldlega logandi hrædd,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi lagt í mikla vinnu við að reikna út áhrif frumvarpsins á sveitarfélagið. Þrátt fyrir það hafi álitinu verið mætt með skætingi og persónulegum árásum.
Hann segir bæjaryfirvöld tilbúin að rökræða kosti og galla frumvarpsins og biður um málefnalega gagnrýni á álitið.
 
„Við erum líka sökuð um hagsmunagæslu fyrir hönd útgerða en menn gleyma því að hagsmunir íbúa í sveitarfélögunum hanga með hagsmunum útgerða. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að verjast þessum árásum og við teljum að það sé best gert með því að benda á staðreyndir í málinu. Og við erum til í að fara yfir það með þeim sem harðast beita sér en þau verða þá að hafa vilja til að ræða við okkur,“ segir Elliði.
 
Nánar er fjallað um ályktun bæjarráðs í Morgunblaðinu í dag

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.