Furða sig á fjölda ungra lunda

31.Ágúst'11 | 09:06

Lundi

Lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum furða sig á fjölda ungra lunda við Eyjar nú í ljósi fullyrðinga fræðimanna um litla sem enga nýliðun stofnsins undanfarin ár. Til stendur að aldursgreina lunda af nýlegum ljósmyndum.
Kunnugir segja óvenjulega mikið af fugli vera við Vestmannaeyjar miðað við árstíma. Páll Scheving Ingvarsson er oddviti minnihlutans í bæjarstjórn og lundaveiðimaður. Hann tók sér háf í hönd og settist í veiðistað á dögunum til að kanna samsetningu lundans í Dalfjalli. Páll segir það hafa komið á óvart hversu mikið hafi verið af svokölluðum ungfugli, eða sex til sjö af hverjum tíu lundum sem hann háfaði. Hann segist hafa sleppt fuglunum aftur enda er algert lundaveiðibann í Eyjum.
 
Samkvæmt rannsóknum hefur lítil sem engin nýliðun orðið undanfarin ár og því spyrja menn sig hvaðan ungfuglinn kemur, en það er tveggja til fjögurra ára lundi sem var áður uppistaða veiðinnar.
 
Erpur Snær Hansen líffræðingur vill ekki útiloka að ungfuglinn sé aðkomufugl í Eyjum þó hann telji það ólíklega skýringu. Málið verður skoðað nánar á næstunni með því að aldursgreina lunda af ljósmyndum sem voru teknar nýlega í Elliðaey. Veiðimenn og fræðimenn eru þó sammála um að lítið af lundanum beri nú síli í pysjur.
 
www.ruv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.