Tvö mörk Tryggva í sigri ÍBV á Víkingum

30.Ágúst'11 | 07:51
Víkingur tók á móti ÍBV í 17. umferð Pepsi-deildar karla í Víkinni. Liðin voru á hvort á sínum enda töflunnar og stigin þrjú því mikilvæg fyrir bæði lið. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, lokatölur 3-1, þar sem Tryggvi Guðmundsson færðist nær markameti Íslandsmótsins.
Víkingur 1-3 ÍBV (0-2)
0-1 Tryggvi Guðmundsson 7. mín. (víti)
0-2 Tryggvi Guðmundsson 40. mín.
0-3 Ian Jeffs 74. mín.
1-3 Sigurður Egill Lárusson 91. mín.
 
Leikurinn byrjaði fjörlega fyrir ÍBV en með matröð fyrir Víkinga. Í fyrstu sókn Eyja liðsins var Tryggva Guðmundssyni brugðið alveg við endalínu markteigssins og Magnús Þórisson dæmdi víti. Dómurinn var í besta falli kolrangur þar sem Tryggvi viðurkenndi fyrir ljósmyndara Sport.is með því að segja að, „þetta var aldrei víti“. Tryggvi steig sjálfur á punktinn og skoraði. Draumabyrjun gestanna. Eftir markið komust Víkingar meira í takt og bæði Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa fengu góð færi sem Albert Sævarsson varði vel. Eyjamenn beittu skyndisóknum sem skapaði hálffæri en þó ekkert sem hætta var af. Víkingar virtust ekki af baki dottnir og virkuðu sprækir og trúin á mark var til staðar. Eyjamenn virkuðu fullrólegir og virtust bíða eftir að næsti maður byggi til færin, eitthvað sem virkar aldrei vel.
 
ÍBV komst í 2-0 með hinu marktækifærinu sínu í fyrri hálfleik, Þórarinn Valdimarsson vippaði inn fyrir Víkingsvörnina og Tryggvi Guðmundsson sá um afganginn. Hreint ótrúleg staða þar sem Víkingar voru síst lakari aðilinn en nýttu bara ekki sín tækifæri. Eyjamenn höfðu fengið tvö almennileg marktækifæri og nýtt bæði. Fótbolti snýst um að skora mörk og það höfðu Víkingar verið rækilega minntir á í leiknum. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir ÍBV í annars jöfnum leik þar Eyjamenn nýttu færin sín.
 
Eyjamenn voru sterkari í seinni hálfleik, sér i lagi fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins. Þórarinn Valdimarsson og Tryggvi Guðmundsson voru sterkir frammi hjá ÍBV og gæðamunurinn á liðunum kom í ljós. ÍBV hafði leikinn alveg í höndum sér og mark hjá Víkingum var ekki í sjónmáli. Það vantaði gæði í sóknarleik Víkinga eins og á mörgum stundum fyrr í sumar. Eyjamenn gerðu út um leikinn stundarfjórungi rúmum fyrir lok hans. Falleg sókn liðsins byrjaði með reitaspili sem sendi Þórarinn Valdimarsson upp vinstri kant, hann sendi inn á markteiginn þar sem Tryggvi Guðmundsson tók við knettinum og sendi fallega hælsendingu á miðjan teiginn þar sem Ian Jeffs var einn og setti knöttinn efst í markhornið fjær. Fallegt mark að öllu leyti, og staðan sanngjörn. ÍBV hafði yfirburði í seinni hálfleik. Eftir þriðja markið gáfust heimamenn upp, Eyjamenn settu í þriðja gír og sigldi sigrinum heim. Sigurður Egill Lárusson skoraði sárabótamark fyrir Víking á 91. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Skemmst er frá því að segja að ÍBV vann þægilegan 3-1 sigur á Víkingum í Víkinni.
 
Það sem réði úrslitum: ÍBV nýtti færin sín
Eyjamenn sýndu Víkingum hvernig á að nýta marktækifæri í leiknum. Sóknarleikur liðsins var einfaldlega frábær í dag.
 
Maður leiksins: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
2 mörk, 1 stoðsending og Tryggvi var allt í öllu í sóknarleik liðsins, hreint frábær í dag.
 
Tölfræði:
 
Víkingur:
Markskot: 2 skot – þar af 1 á markið
Hornspyrnur: 2
 
ÍBV:
Markskot: 9 skot – þar af 6 á markið
Hornspyrnur: 4

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).