Uppskriftir á eyjar.net

Þorskur í karrysósu með eplum, lauk og hrísgrjónum

30.Ágúst'11 | 11:45
Klassískur aðalréttur með ofnbökuðum þorski í karrý með eplum, lauk og hrísgrjónum.
 
Uppskriftin er eftir Gunnar Karl yfirkokkur á veitingastaðnum Vox.
Matreiðsluleiðbeiningar
 
 
 
Saxið laukinn og steikið við vægan hita í potti upp úr smjöri uns hann er næstum orðinn meyr. Bætið þá söxuðum eplunum út í og haldið steikingunni áfram.
Stráið karrý yfir (eftir smekk) og steikið við mjör hægan hita í 3 mín.
Hellið rjómanum yfir og mallið uns hann hefur soðið niður um ¾. Bætið þá sýrða rjómanum út í en hrærið vel í á meðan.
Setjið soðin grjón í smurðan álpappír og raðið fisknum í bitum ofaná.
Hellið sósunni yfir allt og setjið svo báða ostana yfir og bakið í ofni við 150°C.
 
Berið fram með góðu salati og brauði.
 
 
Hráefni fyrir 4
 
 
600 g þorskur
1,5 epli
2 laukar
200 g hrísgrjón
0 karrý
4 dl rjómi
2 msk sýrður rjómi
0 rifinn ostur
1 kryddaður feta-ostur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.