Að mati bæjarráðs munu um 100 manns, sem starfa við veiðar og vinnslu, missa vinnuna

Tapað útsvar 1,1 milljarður Tekjutap bæjarsjóðs verður hinsvegar mikið, jafnvel þótt eingöngu sé litið til útsvarsgreiðslna. Skerðing um 9000 þorskígildistonn samsvarar um 4,1 milljarði króna í verðmætum. Laun að frádregnum launat

30.Ágúst'11 | 14:56

Þorskur fiskur

Bæjaráð fjallaði um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og drög að umsögn þingmál nr 827. Í umsögninni kemur ma. fram:
 
Verði frumvarpið óbreytt að lögum, mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum enda gert ráð fyrir skerðingu aflaheimilda í Eyjum um níu þúsund þorskígildistonn á næstu fimmtán árum eða um 15 prósent.

 
Í álitinu kemur einnig fram að bæjarráð telji ólíklegt að útgerðarfyrirtækin endurleigi tapaðar heimildir úr fyrirhuguðum leigupottum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda fjárhagslegur ábati vandséður í þeim viðskiptum. Aflaverðmæti Vestmannaeyja munu því að óbreyttu minnka árlega um tæpa þrjá milljarða króna eða um 714 þúsund á hvern íbúa. Að mati bæjarráðs munu um 100 manns, sem starfa við veiðar og vinnslu, missa vinnuna og með afleiddum störfum má gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist. Forsendur á annað hundrað fjölskyldna fyrir búsetu í Eyjum bresta eins og rökstutt er í álitinu. Ekki verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema etv. eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627.
 
Vestmannaeyjar eru ein stærsta verstöð landsins, þar sem búa um 4200 manns og atvinnuleysi er nær ekkert. Af rúmlega 1.800 störfum tengjast ríflega 700 fiskveiðum og fiskvinnslu beint. Varlega áætlað viðheldur sjávarútvegurinn á bilinu 75 til 85% af beinum og afleiddum störfum eða alls á bilinu 1350 til 1550 störfum. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á 1991 voru íbúar í Vestmannaeyjum 4923. Árið 2010 voru þeir 4144. Íbúum fækkaði semsagt um 16% á tímabilinu. Á sama tímabili jókst aflahlutdeild (kvóti) útgerða á staðnum verulega. Fiskveiðistjórnunarkefið sem slíkt hefur því ekki varðað veginn í íbúaþróuninni sl. áratugi enda lýtur hún mun flóknari lögmálum en svo.

Um 200 störf tapast
Við núverandi tæknistig þarf um 50 sjómenn til að veiða og færa að landi 9000 þorskígildistonn. Hver starfsmaður vinnur um 90 tonn af bolfiski á ári, 1000 tonn af frystum uppsjávarafla eða 3500 tonn af mjöli og lýsi (allt miðað við tonn af hráefni). Í landi þarf um 45 störf til að vinna þessi 9000 þorskígildi til útflutnings. Að óbreyttu munu því um 95 manns missa vinnuna við veiðar og vinnslu. Í Eyjum er ekki um mörg önnur störf að ræða og verður því mörgum nauðugur einn kostur að flytja burt. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má áætla að um 200 störf tapist í heild, eða um 10% allra starfa verði frumvarpið að lögum.

Tapað útsvar 1,1 milljarður
Tekjutap bæjarsjóðs verður hinsvegar mikið, jafnvel þótt eingöngu sé litið til útsvarsgreiðslna. Skerðing um 9000 þorskígildistonn samsvarar um 4,1 milljarði króna í verðmætum. Laun að frádregnum launatengdum gjöldum eru um 29%. Séu einnig greiðslur í lífeyrissjóði dregnar frá stofni má reikna með að um 27,5% af af þessum 4,1 milljarði séu laun.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.