Fjárfesting í sjávarútvegi hrapar úr 8% í 2%

Skýringin er viðvarandi óvissa um fiskveiðistjórnunina, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

26.Ágúst'11 | 08:16

Kap ve VSV

,,Á árunum 2002–2008 nam fjárfesting í skipum, vélum og búnaði, ásamt fasteignum, tæplega 8% af tekjum að meðaltali en sveiflaðist nokkuð frá ári til árs, eins og eðlilegt er. Svo kemur árið 2009 og þá hrynur fjárfestingin niður í um 2% af tekjum! Árið 2010 er litlu skárra.”
Svo segir í grein sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar ritar í Fiskifréttir í dag. Útreikninginn byggir hann á upplýsingum úr gagnagrunni ársreikninga fyrirtækja sem ráða yfir 70-80% aflaheimilda við Ísland. Hann segir úrtakið nægilega stórt til að lýsa sjávarútveginum í heild sinni.
 
Og Sigurgeir Brynjar heldur áfram: ,,Nú kann einhver að spyrja sem svo: Eru þetta tíðindi? Eru sjávarútvegsfyrirtækin einfaldlega ekki svo skuldug að þau geta ekki fjárfest? Svörin við slíkum spurningum er líka að finna í gagnagrunninum. Þar er fyrst til að taka að hlutfall heildarskulda á móti veltufé frá rekstri (það sem eftir er þegar allur rekstrarkostnaður og vextir hafa verið greiddir og fyrirtækin geta ráðstafað til endurnýjunarfjárfestingar, greiðslu afborgana, arðs til eigenda og nýfjárfestinga, svo sem markaðsstarfs) fyrir árin 2009 og 2010 er um eða undir meðaltali áranna 2002-2008. Ekki er því skýringa á fjárfestingarfrostinu að leita þar.
 
Skýringanna hlýtur hins vegar að vera að leit í viðvarandi óvissu um fiskveiðistjórnunina og þar af leiðandi í óvissu um rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyrirtækjanna. Áhrifin af þessari ótíð af mannavöldum eru þannig mun meiri og alvarlegri en margir hafa ímyndað sér eða vilja trúa,” segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
 
www.vb.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).