Einn fékk gistingu hjá lögreglunni vegna ölvunarástands

23.Ágúst'11 | 14:21

Lögreglan,

Töluvert var meira að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið en vikuna þar á undan. Lögreglan þurfti að sinna ýmsum útköllum vegna ölvunarástands . Um var að ræða ágrening milli aðila, bæði í heimahúsum og á skemmtistöðum bæjarins.
Tilkynnt var um að aðili hafi sparkað í rúðu á veitingastaðnum Kaffi María og brotið hana. Aðili þessi var handtekinn þar skammt frá og vegna ölvunarástands hans var hann vistaður í fangageymslu. Hann viðurkenndi í skýrslutöku um morguninn að hafa brotið rúðuna en bar við minnisleysi vegna ölvunar. Síðar um daginn var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á bifreið á Vestmannabraut. Aðili sem hafði brotið rúðuna var boðaður í skýrslutöku og viðurkenndi hann einnig að hafa unnið skemmdir á bifreiðinni.
 
Fjórar kærur eru vegna umferðalagabrota. Um var að ræða vegna vanbúins ökutækis, stöðubrots. Þá var ökumaður bifhjóls stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.
 
Tvö umferðalagabrot voru tilkynnt til lögreglunar. Um var að ræða árekstur á gatnamótum Austuvegar og Helgafellsbrautar. Þá var tilkynnt um að ekið hafi verið á bifreið á bifreiðarplani við Vinnslustöðvar aðfaranótt sunnudags 21. ágúst. Tjónvaldur hafi ekki tilkynnt um ákeyrsluna og er málið í rannsókn. Þeir sem hugsanlega hafa einhverjar upplýsingar um það mál eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar.
 
Í vikunni var lögreglunni tilkynnt um veggjakrot á Barnaskóla Vestmannaeyja. Á eftirlitsmyndavélum sést hverjir voru hér að verki. Um er að ræða unga drengi og er málið tilkynnt til félagsmálayfirvalda. Tvö önnur mál voru tilkynnt til barnaverndaryfirvalda í þessari viku.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.