65 ár frá því að fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni í eyjum

TF KAK á leiðinni til eyja í hópflugi á morgun

19.Ágúst'11 | 14:18
Þann 14.ágúst síðastliðinn voru 65 ár frá því að fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni í Vestmannaeyjum en það var Piper Cub J-3 flugvél með einkennisstafina TF-KAK.
Til þess að fagna þessum tímamótum hefur Ottó Tynes flugmaður ásamt félögum sínum ákveðið að fljúga sömu flugvél yfir til eyja og lenda á flugvellinum í eyjum.
 
Eyjar.net heyrði í Ottó og ætla þeir að safnast saman á Bakkaflugvelli klukkan 13:00 á morgun og áætla þeir að fara þaðan í loftið og yfir til eyja klukkan 13:30. Áætla má að þeir muni fljúga hópflug yfir eyjarnar rétt fyrir 14:00 og lenda í kjölfarið í eyjum. Þeir sem hafa áhuga geta svo fengið að skoða þessa merku vel í framhaldinu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.