Ákveðin hætta á að miðbærinn láti á sjá og missi hluta af sinni sérstöðu

19.Ágúst'11 | 08:59

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Við höldum áfram að fjalla um minnisblað sem að unnið var fyrir skipulagsfulltrúa Vestmannaeyja vegna skipulagsvinnu við Löngulá. Í dag birtum við punkta um áhrif uppbyggingar við Löngulá á miðbæ Vestmannaeyja eins og hann er í dag.
Áhrif á miðbæ Vestmannaeyja
Leiða má að því líkum að þróunin í Vestmannaeyjum verði svipuð og á Akranesi og öðrum þéttbýlisstöðum, þar sem þessi þróun hefur átt sér stað. Landrýmið við Löngulá er mikið og engar hömlur í aðalskipulagi aðrar en nýtingarhlutfall. Það má því reikna með að kaupmenn muni í framtíðinni ásælast lóðir í nágrenni nýrrar verslunarmiðstöðvar eins og sótt hefur verið um að reisa, sem dregur fólk á svæðið. Þar er nægt pláss fyrir bílastæði, eignarhald lands á einni hendi og almennt mun meira olnbogarými til athafna en í miðbænum sem einfaldar uppbyggingu til skamms tíma. Því verður því ekki á móti mælt að uppbygging við Löngulá er léttara verkefni en það púsl sem fylgir því að búa til nógu stórar lóðir í miðbænum. Krafan um fleiri lóðir við Löngulá mun því örugglega koma upp þó ætlun skipulagsyfirvalda sé önnur í dag.
 
Gangi þessi þróun eftir mun það hafa áhrif á miðbæinn. Vænta má að áhugi nýrra og núverandi verslunarrekenda beinist að nýja svæðinu ef aðgengi er þar betra og ef þeir telja sig hafa hag af nálægð við þá starsemi sem þar er. Flutningar á starfsemi úr miðbænum kunna síðan að leiða til þess að byggingar og umhverfi miðbæjarins hnigna. Það er því ákveðin hætta á að þau byggðarlegu gæði sem felast nú í miðbæ Vestmannaeyja muni láta á sjá og Eyjar því missa hluta af þeirri sérstöðu sem þær hafa í dag, sem sérlega aðlaðandi miðbær.
 
Eyjar.net mun á næstu dögum halda áfram að fjalla um og birta punkta úr áliti Alta
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.