Helgi forseti sækist eftir embætti 1.varaformanns SUS

16.Ágúst'11 | 15:21
Helgi Ólafsson eða Helgi forseti eins og hann er daglega kallaður birti í dag á vefnum sus.is tilkynningu þar sem að hann sækist eftir kosningu í embætti 1.varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna en SUS verður haldið í lok þessa mánaðar.
Við birtum hér að neðan tilkynningu Helga:
 
Eftir að Davíð Þorláksson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, lýsti yfir áhuga á að ég sæktist eftir embætti 1. varaformanns sambandsins hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það embætti á komandi sambandsþingi.
 
Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúman áratug. Sat í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, 2000 til 2003. Tók þátt í stofnun Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og sat þar í stjórn frá stofnun 2005 til 2010, sem varaformaður 2006 til 2007 og sem formaður 2007 til 2010. Sat í stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 2008 til 2010 og í kjörstjórn í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2009. Hef setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2007, síðustu tvö árin í framkvæmdastjórn sambandsins sem umsjónarmaður innra starfs. Þar hef ég átt mikið og gott samstarf við Davíð Þorláksson og fleira gott fólk og tekið virkan þátt í því öfluga starfi sem farið hefur fram á vegum sambandsins.
 
Þar ber helst að nefna einarða og öfluga baráttu gegn samþykkt allra samninga sem fram hafa komið um Icesave, ýtarlegar og raunhæfar tillögur um niðurskurð á fjárlögum, fundarhöld og ályktanir til þess að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu auk fjölda annar ályktana og funda til þess að berjast gegn frelsisskerðingu vinstristjórnarinnar.
 
Helgi Ólafsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.