Helgi forseti sækist eftir embætti 1.varaformanns SUS

16.Ágúst'11 | 15:21
Helgi Ólafsson eða Helgi forseti eins og hann er daglega kallaður birti í dag á vefnum sus.is tilkynningu þar sem að hann sækist eftir kosningu í embætti 1.varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna en SUS verður haldið í lok þessa mánaðar.
Við birtum hér að neðan tilkynningu Helga:
 
Eftir að Davíð Þorláksson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, lýsti yfir áhuga á að ég sæktist eftir embætti 1. varaformanns sambandsins hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það embætti á komandi sambandsþingi.
 
Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúman áratug. Sat í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, 2000 til 2003. Tók þátt í stofnun Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og sat þar í stjórn frá stofnun 2005 til 2010, sem varaformaður 2006 til 2007 og sem formaður 2007 til 2010. Sat í stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 2008 til 2010 og í kjörstjórn í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2009. Hef setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2007, síðustu tvö árin í framkvæmdastjórn sambandsins sem umsjónarmaður innra starfs. Þar hef ég átt mikið og gott samstarf við Davíð Þorláksson og fleira gott fólk og tekið virkan þátt í því öfluga starfi sem farið hefur fram á vegum sambandsins.
 
Þar ber helst að nefna einarða og öfluga baráttu gegn samþykkt allra samninga sem fram hafa komið um Icesave, ýtarlegar og raunhæfar tillögur um niðurskurð á fjárlögum, fundarhöld og ályktanir til þess að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu auk fjölda annar ályktana og funda til þess að berjast gegn frelsisskerðingu vinstristjórnarinnar.
 
Helgi Ólafsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).