Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs mælir með því að Stefán Sigurjónsson aðstoðarskólastjóri verði ráðinn í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja

12.Ágúst'11 | 12:35
í gær tók Bæjarráð til umfjöllunar umsóknir í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja en alls sóttu átta aðilar um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyjabæjar.
Af þessum átta umsóknum eru sex gildar en tvær bárust eftir að umsóknarfresti lauk og eru því ekki gildar.
Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu skólastjóra:
Birgir Nielsen Þórsson
Birkir Freyr Matthíasson
Eggert Björgvinsson
Einar Hallgrímur Jakobson
Hulda Líney Blöndal Magnúsdóttir
Jarl Sigurgeirsson
Ósvaldur Freyr Guðjónsson
Stefán Sigurjónsson
 
Umsóknir frá Birki Frey Matthíassyni og Einari Hallgrími Jakobssyni bárust of seint og eru því ekki gildar. Enginn af þeim sem eru með gildar umsóknir uppfylla að öllu leyti þær hæfniskröfur sem óskað var eftir.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs mælir með því að Stefán Sigurjónsson aðstoðarskólastjóri verði ráðinn í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
 
Stefán hefur starfað við Tónlistarskóla Vestmannaeyja frá 1976 og fastráðinn frá árinu 1983.
Mörg undanfarin ár hefur Stefán starfað sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að sinna kennslu. Stefán var stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja í tuttugu ár.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.