Lundavarpið misfórst víða um land

10.Ágúst'11 | 08:08
Lundavarp gekk ágætlega á Norðurlandi og Vestfjörðum en misfórst algjörlega á öðrum stöðum sem rannsakaðir hafa verið. Varpárangur frá Papey og vestur á Breiðafjörð er enginn, þar með talið í Vestmannaeyjum.
Í umfjöllun um lundavarpið í Morgunblaðinu í dag segir, að varpárangur endurspegli sílagnótt eða -fæð, en þróun sandsílastofnsins undan Suður- og Vesturlandi hafi verið neikvæð og veldur áhyggjum.
 
Dr. Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands segir útlit fyrir að lundastofninn hverfi að mestu úr Vestmannaeyjum á næstu tveimur áratugum. Stofninn þar er sá stærsti á Íslandi.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Lundir lundar

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.