Lundavarpið misfórst víða um land

10.Ágúst'11 | 08:08
Lundavarp gekk ágætlega á Norðurlandi og Vestfjörðum en misfórst algjörlega á öðrum stöðum sem rannsakaðir hafa verið. Varpárangur frá Papey og vestur á Breiðafjörð er enginn, þar með talið í Vestmannaeyjum.
Í umfjöllun um lundavarpið í Morgunblaðinu í dag segir, að varpárangur endurspegli sílagnótt eða -fæð, en þróun sandsílastofnsins undan Suður- og Vesturlandi hafi verið neikvæð og veldur áhyggjum.
 
Dr. Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands segir útlit fyrir að lundastofninn hverfi að mestu úr Vestmannaeyjum á næstu tveimur áratugum. Stofninn þar er sá stærsti á Íslandi.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Lundir lundar

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%