Börnum mismunað í Eyjum? Heimamenn fá frítt í sund, aðrir borga

Útsvarið borgar, segir bæjarstjóri

9.Ágúst'11 | 15:39
Á meðan börn og unglingar í Vestmannaeyjum fá frítt í sund, þurfa utanbæjarbörn að greiða 150 krónur. Sumir vilja meina að með þessu sé Vestmannaeyjabær að mismuna fólki eftir búsetu, en bæjarstjórinn segir íbúa bæjarins standa undir þjónustunni.
Á þetta er bent á okursíðu Dr. Gunna, en þar spyr maður að nafni Karl að því hvort stríð við Vestmannaeyjar sé í uppsiglingu:
 
Er ekki möguleiki á því að Sundlaugar í Reykjavík rukki Vestmanneyinga aukalega fyrir það eitt að vera Vestmannaeyingar?
 
Algengt er að sveitarfélög gefi eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi frítt í sund. Lausleg athugun Pressunnar bendir hins vegar til þess að Vestmannaeyjabær sé eina sveitarfélagið sem geri greinarmun á því hvort börn séu búsett í sveitarfélaginu eða ekki.
 
Hins vegar ber að taka fram að víðast hvar þarf að greiða aðgangseyri fyrir börn sem eru 6 ára og eldri. Í Vestmannaeyjum er frítt í sund fyrir börn 18 ára og yngri, að því gefnu að þau búi í Vestmannaeyjum. Önnur börn greiða 150 krónur, sem í sjálfu sér er ekki hátt gjald.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir við Pressuna að á þessu sé einföld skýring. Íbúar í Vestmannaeyjum standi undir þessari þjónustu með útsvarsgreiðslum og því sé sjálfsagt að þeirra börn fái að njóti þess í formi ókeypis sundferða.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is