Jafnt hjá ÍBV og Val í bragðdaufum leik

Myndagallerý fylgir fréttinni

8.Ágúst'11 | 09:24
Leikur ÍBV og Vals fer seint í sögubækurnar sem skemmtilegur leikur. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og mikið um miðjumoð. Valsmenn voru þó ögn sterkari og voru að skapa sér hálffæri.
Það var síðan á tuttugustu mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Haraldur Björnsson markvörður Vals reyndi að leika á Þórarinn Inga Valdimarsson Þórarinn vann boltann af honum sendi á Ian Jeffs sem skoraði auðveldlega. Atli Sveinn Þórarinsson reyndi að bjarga með því að slá boltann, en boltinn fór þrátt fyrir það inní markið. ÍBV vildi fá rautt á Atla en Valgeir Valgeirsson dómari gaf honum gult spjald.
 
Eftir markið fór Valsmenn að sækja miklu meira á meðan ÍBV reyndi að beita skyndisóknum, sem gekk ekki. Besta færið átti Christian Mouritsen þegar hann slapp einn inn fyrir vörn ÍBV eftir góða sendingu frá Matthíasi Guðmundssyni, en Albert Sævarsson varði meistaralega.
 
Seinni hálfleikur var bragðdaufur. Valur hélt boltanum og reyndi að spila sig í gegnum vörn ÍBV en heimamenn reyndu að verja þetta eina mark í 45 mínútur. Það boðar aldrei gott eins og sást þegar Kelvin Mellor átti skelfilega sendingu beint á Hörð Sveinsson, sem brunaði upp kantinn og átti sendingu fyrir á Jón Vilhelm Ákasson sem skoraði.
 
Valgeir Valgeirsson flautaði síðan til leiksloka og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Valsmenn voru mjög svekktir að hafa ekki unnið leikinn enda voru þeir miklu betri í leiknum. Þeir létu þó reiði sína bitna á góðum dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni. Þeir geta þó aðeins kennt sjálfum sér um að hafa ekki nýtt færin í leiknum.
 
Áhorfendur: 804
Dómari: Valgeir Valgeirsson, Mjög góður.
 
Tói Vídó ljósmyndari eyjar.net kíkti á Hásteinsvöll í gær og smellti af nokkrum myndum sem hægt er að skoða hér
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.