845 undirskriftir afhentar formanni Umhverfis- og skipulagsráð vegna skipulags við Löngulá

5.Ágúst'11 | 09:03
Fimmtudaginn fyrir þjóðhátíð afhenti Gréta Grétarsdóttir fyrir hönd þeirra sem stóðu að söfnuninni Gunnlaugi Grettissyni formanni Umhverfis- og skipulagsráðs undirskriftarlista vegna mótmæla um uppbyggingu á Malarvellinum.
Samtals skrifuðu 845 einstaklingar sig á listann sem lá frammi í 5 daga í 7 verslunum í Vestmannaeyjum. Þeir sem að skrifuðu undir voru að mótmæla þeim hugmyndum sem fram höfðu komið vegna fyrirhugaðs skipulags á Malarvellinum. Ráðgjafafyrirtækið Alta hafði lagt fram fjórar hugmyndir til kynningar á framtíðarskipulagi svæðisins. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rann út 1. ágúst síðastliðinn.

Gunnlaugur Grettisson fagnaði því að fá undirskriftirnar og þakkaði fyrir þær og það að eyjamenn hefðu skoðanir á sínum nánasta umhverfi. Sagði hann jafnframt að á þessu stigi mál væri eingöngu verið að leggja mat á kosti framkvæmda en ekkert væri ákveðið hvaða leið yrði farinn eða hvort nokkuð yrði höfuð gert. Aðspurður sagði Gunnlaugur það rétt að Alta hafi fjallað um það í áliti sínu að ef af framkvæmdum yrði af svæðinu og verslunarrými myndi rísa þá myndi það hafa einhver neikvæð áhrif á verslun í miðbænum.

Umhverfis- og skipulagsráð mun funda á næstu dögum og ákveða framhaldið en nokkrir aðilar hafa sótt um lóðir á Malarvellinum. Samkvæmt heimildum eyjar.net eru það Húsasmiðjan, Pósturinn og Bónus sem horfa til þess að geta byggt upp verslanir á svæðinu.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).