Nauðgarinn ber ábyrgðina

Eygló Harðardóttir bloggar

4.Ágúst'11 | 08:13

Eygló Harðardóttir

Nauðganir eru hryllilegar og eiga ekki að líðast. Þrjár nauðganir eru í rannsókn eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fleiri eiga hugsanlega eftir að koma fram.
 
Þeir sem komu að Þjóðhátíð í Eyjum harma þetta mjög.
Mér finnst þó umræðan vera á nokkrum villugötum þegar gagnrýnin í fjölmiðlum er fyrst og fremst farin að snúa að mótshöldurum. Það voru ekki nefndarmenn í Þjóðhátíðarnefnd sem nauðguðu. Það voru ekki gæslumenn í Herjólfsdal sem nauðguðu.
 
Það voru brenglaðir einstaklingar sem tóku ákvörðun um að nei væri ekki nei og að þeirra vilji skipti meira máli en fórnarlambsins. Að þeirra væri valdið til að niðurlægja og misnota aðra manneskju kynferðislega.
 
Ábyrgðin á nauðgun er alltaf þess sem nauðgar.
 
Það er satt að ákveðnar aðstæður gefa þessum brengluðum einstaklingum frekar tækifæri til að ráðast á fórnarlömb sín.
 
Er lausnin þá að hætta að bjóða upp á þær aðstæður? Eigum við að banna útihátíðir? Skv. Stígamótum voru fjórtán tilvik skráð hjá samtökunum á útihátíðum í fyrra. Eigum við þar með að loka öllum skemmtistöðum? Skv. Stígamótum voru tíu brot af þessu tagi framin á eða við skemmtistað í fyrra. Á að banna fólki að vera utandyra? Skv. Stígamótum voru 32 kynferðisafbrot framin af þessu tagi utandyra í fyrra.
 
Heildarfjöldi mála hjá Stígamótum vegna kynferðisafbrota; sifjaspella, vændis og nauðgana í fyrra voru 350. Hvert og eitt þeirra alvarlegt, erfitt og sorglegt.
 
En eigum við að leysa þau með að hætta með útihátíðir, setja upp öryggismyndavélar í heimahús, skírlífsbelti á alla karlmenn eða loka kirkjunni?
 
Vegna óeðlilegrar hegðunar brenglaðra einstaklinga?
 
Tryggjum að ábyrgðin sé hjá þeim sem bera hana í raun.
 
Nauðgaranna sjálfra.
 
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.