Eyjamenn viðbúnir stormi

31.Júlí'11 | 17:53
Þjóðhátíðarnefnd hefur sett af stað nauðsynlegan viðbúnað ef svo fer að stormur gangi yfir Vestmannaeyjar í nótt eins og spáð er. Segir Páll Scheving, formaður nefndarinnar, að Eyjamenn verði tilbúnir veðrinu ef af verður og nóg pláss sé í íþróttahúsum fyrir hátíðargesti.
„Við myndum þá opna íþróttahúsin, flytja fólk og verja tjöld. Við eigum nóg pláss í Eyjum til að mæta þessu,“ segir Páll. Veðrið þessa stundina sé ágætt en blautt. Óveðrið sé nokkuð fyrir austan Eyjar og tvísýnt sé um hvort það gangi yfir þar eða ekki.
 
Spáð er stormi í Vestmannaeyjum um tíma seint í kvöld og í nótt. Hefur Veðurstofan gefið út stormviðvörun fyrir suðausturströndina og syðsta hluta landsins seint í dag og fram undir morgun.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.