Páll Óskar rak niður fleyg

30.Júlí'11 | 14:07
Sólin er byrjuð að skína á þjóðhátíðargesti í Vestmannaeyjum. Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, segist ánægður með í hversu góðu skapi og glaðir gestir hafi verið í gær.
„Það fór allt vel fram. Það stytti upp frá því um kvöldmat og hélst þurrt fram yfir brennu. Við vorum hér í blíðu veðri. Það er sól og blíða núna. Það er vonandi að það tolli þannig áfram,“ segir Páll.
 
Þjóðhátíðarlagið í ár, „La Dolce Vita“ með Páli Óskari, hefur valdið nokkrum núningi vegna þess að það er diskólag og titill þess á erlendu máli. Páll segir hins vegar að nafni sinn Óskar hafi rekið niður fleyg í þær umræður með flutningi sínum á laginu í gærkvöldi.
 
„Hann sýndi að það er ágætt að breyta til. Mér sýndist það að minnsta kosti í gærkvöldi að þetta lag ætti sér tilverurétt,“ segir Páll.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.