Kappið mikið í súludansi gærdagsins

28.Júlí'11 | 08:50
í gær á slaginu 17:30 fengu eyjamann að setja niður merkingar fyrir þjóðhátíðartjöldin og var spennan mikil áður en hlaupið var af stað.
Undanfarin ár hefur mikil spennan myndast í kringum merkingarnar og oft á tíðum hafa einhverjir gengið sárir frá borði hvað varðar staðsetningar og fleira.
 
Á síðasta ári var ákveðið í samstarfi fjölmiðla í eyjum og Þjóðhátíðarnefndar að tjöldun færi fram á ákveðnum tíma og talið yrði niður og allir sætu við sama borð þegar sjálfboðaliðar hefðu merkt sín svæði. Tókst þetta vel og var ákveðið að halda þessu áfram í ár.
 
Þegar að um mínúta var eftir á klukkunni í gær þá settu menn sig í stellingar og sumir voru nánast með svipaða einbeitingu og spretthlauparar á Ólympíuleikunum. Um leið og klukkan sló 17:30 þá þustu menn og konur af stað með merkin sín og byrjuðu að merkja sér svæði. Vel gekk að koma merkingum fyrir og skemmtu menn sér konunglega við þetta.
 
Tói Vídó ljósmyndari eyjar.net var á staðnum í gær og tók myndir af merkingunum og er hægt að sjá myndir frá honum hér
 
Hér fyrir neðan er myndband frá því í gær sem tekið er af síðunni http://thjodhatid.net
 
 
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.