Kappið mikið í súludansi gærdagsins

28.Júlí'11 | 08:50
í gær á slaginu 17:30 fengu eyjamann að setja niður merkingar fyrir þjóðhátíðartjöldin og var spennan mikil áður en hlaupið var af stað.
Undanfarin ár hefur mikil spennan myndast í kringum merkingarnar og oft á tíðum hafa einhverjir gengið sárir frá borði hvað varðar staðsetningar og fleira.
 
Á síðasta ári var ákveðið í samstarfi fjölmiðla í eyjum og Þjóðhátíðarnefndar að tjöldun færi fram á ákveðnum tíma og talið yrði niður og allir sætu við sama borð þegar sjálfboðaliðar hefðu merkt sín svæði. Tókst þetta vel og var ákveðið að halda þessu áfram í ár.
 
Þegar að um mínúta var eftir á klukkunni í gær þá settu menn sig í stellingar og sumir voru nánast með svipaða einbeitingu og spretthlauparar á Ólympíuleikunum. Um leið og klukkan sló 17:30 þá þustu menn og konur af stað með merkin sín og byrjuðu að merkja sér svæði. Vel gekk að koma merkingum fyrir og skemmtu menn sér konunglega við þetta.
 
Tói Vídó ljósmyndari eyjar.net var á staðnum í gær og tók myndir af merkingunum og er hægt að sjá myndir frá honum hér
 
Hér fyrir neðan er myndband frá því í gær sem tekið er af síðunni http://thjodhatid.net
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).