Kapphlaup í Herjólfsdal

27.Júlí'11 | 18:25
Það orð fer af Vestmannaeyingum að þeir séu keppnismenn. Þetta var staðfest nú síðdegis þegar heimamönnum var leyft að velja stað fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin í Herjólfsdal.  
 
Hundruð manna biðu í „startholunum" í dalnum eftir merki um að valið mætti hefjast. Fyrst fengu sjálfboðaliðar, sem hafa unnið við undirbúning þjóðhátíðarinnar, að velja sér stæði og klöppuðu aðrir viðstaddir fyrir þeim á meðan.
 
 
Síðan var talið niður, frá 15 í 0. Hlupu þá allir af stað til að tryggja sér sitt tjaldstæði en Eyjamenn eru einnig vanafastir og vilja helst alltaf tjalda á sama stað í dalnum.
 
Tjaldborgin rís síðan í Herjólfsdal á morgun og annað kvöld verður svonefnt húkkaraballl. Þjóðhátíðin sjálf hefst síðan á föstudag.
 
fleiri myndir frá tjölduninni koma inn í kvöld
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%