Húsnæðisskortur ríkir í Vestmannaeyjum

27.Júlí'11 | 07:44

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Íbúum hefur fjölgað í Vestmannaeyjum þriðja árið í röð en íbúum fækkaði sautján ár í röð þar á undan. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að nú sé fjöldi íbúa kominn í 4.200 manns og væri sú tala orðin mun hærri ef ekki væri fyrir að fara húsnæðisskorti í bænum.
"Það er slegist um leiguhúsnæði og það er búið að byggja um 40 íbúðar- og einbýlishús á seinustu tveimur til þremur árum en samt stöndum við frammi fyrir því hér í Vestmannaeyjum að húsnæðismarkaðurinn er þröngur og það háir frekari vexti," segir hann.
 
"Við erum alveg í öfugum takti við borgina. Þegar vel gekk þar í fjárhagsbólunni þá vorum við að glíma við mikla erfiðleika en nú erum við aldeilis að rétta úr kútnum."
 
Heimaey á þó langt í land með að ná fyrri hæðum en árið 1998 voru 4.628 manns með skráð lögheimili í Eyjum. Þá fór Eyjamönnum stigfækkandi og náði sú dýfa til botns árið 2008 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 4.055.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%