Tífalt meira fyrir Herjólfsmiða

27.Júlí'11 | 13:07

Herjólfur

Dæmi eru um að farmiðar með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum næstu daga séu seldir fyrir 20.000 krónur á svörtum markaði, sem er tífalt verðmæti þeirra. Eimskip hefur aukið eftirlit í Landeyjahöfn vegna falsaðra miða sem hugsanlega eru í umferð. Um 10.000 gestir verða fluttir sjóleiðina til Vestmannaeyja á næstunni vegna þjóðhátíðar þar um helgina.
Sara Pálsdóttir, þjónustustjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum, segir þjóðhátíðarflutningana fara ágætlega af stað þó fella hafi þurft niður síðustu ferð skipsins í gærkvöldi vegna veðurs og ölduhæðar. Í dag sé unnið að því að flytja bíla til Eyja sem áttu að fara með þeirri ferð. Vegna álagsins næstu daga verður ekki hægt að skrá bíla á biðlista, enda er löngu orðið uppselt fyrir bíla í allar ferðir yfir verslunarmannahelgina.
 
Það er engin nýlunda að miðar með Herjólfi séu seldir á svörtum markaði fyrir þjóðhátíð. Sú sala fer aðallega fram í gegnum netið, á samskiptasíðunni Facebook og á spjallþræði vefsíðu þjóðhátíðar, dalurinn.is.
 
Þjónustustjóri Herjólfs í Eyjum segir að það sé meiri hræðsla við þetta í ár þar sem fólk getur nú prentað miðana sína út allt að 20 sinnum. Sá sem fái miðann í hendurnar viti því ekki hvort það sé eina útprentunin, eða ein af 20. Aðeins fyrsta eintak miðans telst gilt, þeir sem á eftir koma sitja uppi með ógildan farmiða. Eimskip hefur fjölgað starfsfólki í Landeyjahöfn vegna þessa en þar verða allir miðar tölvulesnir áður en fólk fer um borð.
 
Heimamenn sem nýta sér afsláttarkort borga 600 krónur fyrir siglinguna. Fullt verð er 1.000 krónur, eða 2.000 krónur fyrir báðar leiðir. Á svörtum markaði hefur fólk verið að borga allt að tífalt meira til að komast til og frá Eyjum vegna þjóðhátíðar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.