Glæsilegir tónleikar hjá Gylfa, Rúnari og Megas í eyjum

26.Júlí'11 | 13:42
Síðastliðið föstudags kvöld mætu stórmeistararnir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas saman til eyja ásamt meðspilurum og spiluðu þeir í Höllinni.
Þessir þrír snillingar hafa að undanförnu verið að ferðast um landið og halda tónleika við frábærar undirtektir og má hrósa Dadda Hallarbónda fyrir það frábæra framtak að fá þá til eyja. Tónleikarnir voru vel sóttir og var það að heyra á tónleikagestum að tónleikarnir hafi verið frábærir í allastaði og frábæ upphitun fyrir þjóðhátíðina.
 
Tói Vídó ljósmyndari eyjar.net skellti sér í Höllina og tók nokkrar myndir og er hægt að skoða þær hér
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.