Eru tveir miðbæir góð lausn?

Kjartan Vídó skrifar

26.Júlí'11 | 11:30

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fyrirhugað deiliskipulag að Löngulá en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 1.ágúst næstkomandi.
Árið 2008 fengum ég og félagi minn hugmynd að uppbyggingu að verslunar- og skrifstofukjarna að Löngulá og settum við m.a. ýmsar hugmyndir á blað af svæðinu miðað við okkar pælingar,okkur fannst þá vanta tifinnilega lifandi miðbæ í Vestmannaeyjum.
 
Frá því að við gengum með þessar hugmyndir í maganum þá hefur mikið breyst og miðbærinn tekið stakkaskiptum og meira líf komið í bæinn þ.e. miðbæinn.
 
Með tilkomu bygginga eins og Baldurshaga og Geisla var fyrsta skrefið stigið í því að hleypa lífi í miðbæinn. Ef að við skoðum breytinguna á miðbænum, og reynum skilgreina hann sem Bárustíg og Hilmisgötu þá hafa eftirfarandi verslanir opnað í þessum götum frá árinu 2009: Flamingó, Lyf og Heilsa, Arnór Bakari, Vinaminni, Salka, Póley, Kakadú, Geisli, 66 Norður og Penninn. En fyrir voru Axel Ó, Jazz, Vilberg, Sparisjóðurinn, Intrum, Snyrtistofa Ágústa, og Gullverslun Steingríms og sjálfsagt er ég að gleyma einhverjum.
 
Er ekki betra að þétta miðbæinn enn frekar og horfa þá frekar á miðbæinn milli Kirkjuvegar og Heiðarvegar í vestri og Strandvegar í norður til Vestmannabrautar í suðri. Á þessu svæði höfum við ofantaldar verslanir ásamt, banka, pósthúsi, veitingahúsum, hótel og gistihúsum, útibú Nýsköpunarmiðstöðvar og fjöldann allan af verslunum og þjónustu.
 
„Lifandi miðbær ekki satt“
 
Með tilkomu Landeyjahafnar hefur bærinn iðað af lífi og verslanir og þjónustuaðilar njóta góðs af því að vera í nálægð við hvort annað. Þann miðbæ sem að eyjarnar hafa í dag þarf frekar að efla en hitt og því mikilvægt að dreifa ekki verslunum á of mörg svæði. Við sjáum áhrifin sem að það hafði á t.d. Akureyri þegar að þar opnaði verslunarkjarni og fjölmargar verslanir fluttust úr hinum fallega miðbæ Akureyrar. Þetta megum við ekki láta gerast í eyjum. Eflum það sem að gott er í dag og höldum áfram að byggja upp betri miðbæ.
 
Kjartan Vídó ritstjóri eyjar.net
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).