Eru tveir miðbæir góð lausn?

Kjartan Vídó skrifar

26.Júlí'11 | 11:30

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fyrirhugað deiliskipulag að Löngulá en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 1.ágúst næstkomandi.
Árið 2008 fengum ég og félagi minn hugmynd að uppbyggingu að verslunar- og skrifstofukjarna að Löngulá og settum við m.a. ýmsar hugmyndir á blað af svæðinu miðað við okkar pælingar,okkur fannst þá vanta tifinnilega lifandi miðbæ í Vestmannaeyjum.
 
Frá því að við gengum með þessar hugmyndir í maganum þá hefur mikið breyst og miðbærinn tekið stakkaskiptum og meira líf komið í bæinn þ.e. miðbæinn.
 
Með tilkomu bygginga eins og Baldurshaga og Geisla var fyrsta skrefið stigið í því að hleypa lífi í miðbæinn. Ef að við skoðum breytinguna á miðbænum, og reynum skilgreina hann sem Bárustíg og Hilmisgötu þá hafa eftirfarandi verslanir opnað í þessum götum frá árinu 2009: Flamingó, Lyf og Heilsa, Arnór Bakari, Vinaminni, Salka, Póley, Kakadú, Geisli, 66 Norður og Penninn. En fyrir voru Axel Ó, Jazz, Vilberg, Sparisjóðurinn, Intrum, Snyrtistofa Ágústa, og Gullverslun Steingríms og sjálfsagt er ég að gleyma einhverjum.
 
Er ekki betra að þétta miðbæinn enn frekar og horfa þá frekar á miðbæinn milli Kirkjuvegar og Heiðarvegar í vestri og Strandvegar í norður til Vestmannabrautar í suðri. Á þessu svæði höfum við ofantaldar verslanir ásamt, banka, pósthúsi, veitingahúsum, hótel og gistihúsum, útibú Nýsköpunarmiðstöðvar og fjöldann allan af verslunum og þjónustu.
 
„Lifandi miðbær ekki satt“
 
Með tilkomu Landeyjahafnar hefur bærinn iðað af lífi og verslanir og þjónustuaðilar njóta góðs af því að vera í nálægð við hvort annað. Þann miðbæ sem að eyjarnar hafa í dag þarf frekar að efla en hitt og því mikilvægt að dreifa ekki verslunum á of mörg svæði. Við sjáum áhrifin sem að það hafði á t.d. Akureyri þegar að þar opnaði verslunarkjarni og fjölmargar verslanir fluttust úr hinum fallega miðbæ Akureyrar. Þetta megum við ekki láta gerast í eyjum. Eflum það sem að gott er í dag og höldum áfram að byggja upp betri miðbæ.
 
Kjartan Vídó ritstjóri eyjar.net
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.