Dagbók lögreglunnar

Öflugt eftirlit lögreglunnar yfir þjóðhátíðina

Helstu verkefni frá 18 til 25. júlí 2011

25.Júlí'11 | 15:48

Lögreglan,

Eins og undanfarnar vikur þá var sl. vika með rólegra móti og fátt fólk á skemmtistöðum bæjarins. Virðist sem bærinn liggi í dvala fram á Þjóðhátíð en það hefur auðvitað áhrif að töluverð vinna er hjá fiskvinnslustöðvum bæjarins og unnið á vöktum.
Eitt vinnuslys var tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en að morgni 24. júlí sl. var tilkynnt um að 15 ára drengur hafi slasast á hægri hendi þegar höndin lenti í svokallaðri marningsvél í fiskverkun Godhaab í Nöf. Drengurinn var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en síðan á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum og er um að ræða sekt vegna ólöglegrar lagningar ökutækis og akstur án þess að nota öryggisbelti.
 
Að vanda mun lögreglan í Vestmannaeyjum vera með öflugt eftirlit fyrir og um Þjóðhátíðina sem m.a. felur í sér eftirlit með hugsanlegu fíkniefnamisferli, umferð og eftirliti er varðar velferð ungmenna.
 
Í tilefni af því vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar eru í gildi þessa helgi eins og aðra daga ársins. Þá er rétt að benda á að ungmenni yngri en 18 ára eiga ekkert erindi á útihátíð án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn geta ekki varpað allri ábyrgð á velferð barna sinna yfir á aðra “Takið sjálf ábyrgð á ykkar börnum”.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).