Norskir ferðamenn í stafkirkjunni

25.Júlí'11 | 08:55

Stafkirkjan

Norskir ferðamenn voru meðal messugesta í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í morgun þar sem fórnarlamba voðaverkanna í Noregi var minnst. Kirkjan var gjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar fyrir ellefum árum þegar þúsund ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi.
„Hugur okkar er hjá norsku þjóðinni og þeim sem eiga um sárt að binda,“ sagði séra Kristján Björnsson í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í morgun. Upphafsorð hans voru sérstaklega ætluð norskum ferðamönnum sem voru viðstaddir athöfnina.
 
Torunn Opseth Bjerve er á ferðalagi með hópi danskra og norskra ferðamanna. Hún og fleiri í hópnum búa í Ósló. Þegar sprengingin varð þar á föstudaginn rigndi inn textaskeytum í farsíma þeirra. Skömmu síðar heyrðu þau af voðaverkunum í Útey. Eftir messu í morgun var hópurinn á leið á kaffihús til að lesa nánar um atburðina á netinu.
 
Torunni fannst notalegt að eiga kyrrðarstund í kirkjunni sem stendur á svipuðum slóðum og sendiboðar Ólafs Noregskonungs reistu fyrstu kirkjuna í Eyjum árið þúsund.
 
Litla kirkjan við rætur Heimakletts er nákvæm eftirlíking norskrar stafkirkju. Nokkrir tugir messugesta fylltu kirkjuna í morgun. Hundruð manna hafa ritað nöfn sín í minningarbækur í kirkjunni, en hún er opin alla daga á milli klukkan tíu og fimm.
 
Það vill þannig til að löngu fyrir atburðina í Noregi hafði verði ákveðið að messa í stafkirkjunni. Það hefur verið gert undanfarin ár síðasta sunnudag fyrir verslunarmannahelgi, sem er um það leyti sem Haraldur Noregskonungur afhenti Íslendingum kirkjuna formlega árið tvö þúsund.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is