Norskir ferðamenn í stafkirkjunni

25.Júlí'11 | 08:55

Stafkirkjan

Norskir ferðamenn voru meðal messugesta í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í morgun þar sem fórnarlamba voðaverkanna í Noregi var minnst. Kirkjan var gjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar fyrir ellefum árum þegar þúsund ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi.
„Hugur okkar er hjá norsku þjóðinni og þeim sem eiga um sárt að binda,“ sagði séra Kristján Björnsson í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í morgun. Upphafsorð hans voru sérstaklega ætluð norskum ferðamönnum sem voru viðstaddir athöfnina.
 
Torunn Opseth Bjerve er á ferðalagi með hópi danskra og norskra ferðamanna. Hún og fleiri í hópnum búa í Ósló. Þegar sprengingin varð þar á föstudaginn rigndi inn textaskeytum í farsíma þeirra. Skömmu síðar heyrðu þau af voðaverkunum í Útey. Eftir messu í morgun var hópurinn á leið á kaffihús til að lesa nánar um atburðina á netinu.
 
Torunni fannst notalegt að eiga kyrrðarstund í kirkjunni sem stendur á svipuðum slóðum og sendiboðar Ólafs Noregskonungs reistu fyrstu kirkjuna í Eyjum árið þúsund.
 
Litla kirkjan við rætur Heimakletts er nákvæm eftirlíking norskrar stafkirkju. Nokkrir tugir messugesta fylltu kirkjuna í morgun. Hundruð manna hafa ritað nöfn sín í minningarbækur í kirkjunni, en hún er opin alla daga á milli klukkan tíu og fimm.
 
Það vill þannig til að löngu fyrir atburðina í Noregi hafði verði ákveðið að messa í stafkirkjunni. Það hefur verið gert undanfarin ár síðasta sunnudag fyrir verslunarmannahelgi, sem er um það leyti sem Haraldur Noregskonungur afhenti Íslendingum kirkjuna formlega árið tvö þúsund.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.