Beint flug til Eyja eftir leik

Einstakt tækifæri fyrir stuðingingsmenn að fylgja liðinu

Bikarinn til eyja

25.Júlí'11 | 10:54
Miðvikudaginn 27 júlí spila strákarnir við Þór á Akureyri í 4 liða úrslitum Valitorbikarsins. Stuðningsmönnum gefst tækifæri á að fylgja liðinu frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan til Eyja strax eftir leik.
 
 
 
 
Flogið er frá Reykjavík til Akureyrar klukkan 15:45, leikurinn byrja kl. 19:15, eftir leikinn verður svo flogið beint til Vestmannaeyja.

Flott tækifæri til að styðja strákana og hjálpa þeim að koma ÍBV í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli, Tekið skal fram að aðeins eru 13 sæti laus og þarf fólk að hafa hraðar hendur ef það hefur áhuga á að koma með til Akureyrar. Verð: 20.900 kr á mann
 
 
Innifalið í verðinu er flug Reykjavík-Akureyri-Vestmannaeyjar og rúta til og frá flugvellinum á Akureyri.
 
 
 
 
Einnig er hægt að kaupa flug frá Akureyri til Vestmannaeyja eftir leik. Flugið fer 22:15 það flug kostar 13.900 kr. Mögulegt verður að nýta sér flugið frá Vestmannaeyjum um 23:00 til Reykjavíkur þetta kvöld á mjög lágu verði.
 
 
Áhugasamir geta haft samband á skrifstofu ÍBV 481-2060 eða sent tölvupóst á trausti@ibv.is
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.