Eyjamenn með allar klær úti í lundaleit fyrir Þjóðhátíð

23.Júlí'11 | 08:32

Lundir lundar

"Ég og fjölskylda mín eldum alltaf lunda á Þjóðhátíð og höfum oft boðið fólki upp á hann. Í ár þarf maður að halda aðeins að sér höndum og bjóða fyrst sínum nánustu," segir Magnús Bragason, lundaverkandi í Vestmannaeyjum.
Lundaveiði hefur verið bönnuð í Vestmannaeyjum og því hafa Eyjamenn þurft að bregða á það ráð að fá lunda að norðan til að menn fái góðgætið fyrir Þjóðhátíð, en reyktur lundi er ómissandi á veisluborðin í tjöldum Eyjamanna um verslunarmannahelgina. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, er lundinn ómissandi hluti af hátíðarhöldunum og sjálfur borðar hann lunda með bestu list enda sé hann afbragðsmatur.
 
Magnús Bragason segir lítið um lunda en hann varð sér þó úti um einhverja fugla til að geta viðhaldið hefðinni. "Ég náði að klóra saman nokkur hundruð fugla að norðan en veiðin hefur verið mjög lítil í ár vegna veðursældar í júlímánuði. Það má aðeins veiða fuglinn í háf og það þarf ákveðinn vind til að hann fljúgi en þar sem vindur hefur verið rólegur í júlí hefur lítið veiðst af lunda," útskýrir hann.
 
Magnús segir veiðina svipaða í ár og undanfarin tvö sumur. Aðspurður segist hann þó styðja veiðibannið í Vestmannaeyjum af heilum hug. "Maður vill gjarnan halda hefðinni gangandi en vill ekki að gengið sé of nærri stofninum, ég vil að hann fái að njóta vafans, þannig að tilfinningarnar eru blendnar. Lundinn hefur þó sést í meiri mæli hér í Eyjum en undanfarin ár en líklega þarf stofninn nokkur ár í viðbót til að geta rétt almennilega úr kútnum."
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.