Gufan byrjuð að hljóma á netinu og á FM 104.7

22.Júlí'11 | 08:59
Í morgun byrjaði Gufan FM 104,7 að hljóma en stöðin var endurvakin fyrir nokkrum árum eftir langt hlé og í dag er Gufan orðin ein af föstu punktunum í undirbúningi eyjamanna fyrir Þjóðhátíðina.
Sighvatur Jónsson og Geir Reynisson bera ábyrgð á rekstri stöðvarinnar og ber að hrósa þeim fyrir þeirra frábæra framtak.
 
Fjölmargir koma að dagskrá gerð stöðvarinnar fyrir utan þá Geir og Sighvat en líklega bíða flestir eftir þætti Helga "forseta" Ólafssonar og Andra Hugo en þátturinn mun bera heitið Heilagur Hugo. Þar verður slegið á létta strengi í anda VKB bræðra. Einnig verða Gunnar Friðberg, Elín Sólborg og Hjalti Enok með morgunþætti á Gufunni í næstu viku.
 
Til að hlusta á Gufuna þá stillirðu útvarpið í eyjum á FM 104.7 en einnig er hægt að smella hér: mms://media.vortex.is/gufan

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is